Fara í efni

Aukasýningar á Fullorðin færast í Hof í febrúar

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Leikfélag Akureyrar bætt við sýningum af gamanleiknum Fullorðin. Hingað til hafa sýningar á gamanleiknum farið fram í Samkomuhúsinu en munu færast yfir í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi í febrúar. Ástæðan er sú að æfingar á fjölskyldusöngleiknum um Benedikt búálf standa nú yfir í Samkomuhúsinu og mun leikmynd söngleiksins taka yfir sviðið. 

Hægt er að tryggja sér miða á Fullorðin á mak.is.  Höfundar og leikarar Fullorðin eru þau Vilhjálmur B Bragason, Birna Pétursdóttir og Árni Beinteinn en leikstjórar eru Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal. Að sjálfsögðu er ávallt farið eftir ríkjandi sóttvarnarreglum. 

Til baka