Gallsteinar, Útfjör og Billie Holiday Tribute

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Dagskrá helgarinnar verður fjölbreytt að vanda í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu.

Seinnipart föstudagsins verður einstakur viðburður á 1862 Nordic Bistro í Hofi þegar tónlistarfólkið Andrea Gylfadóttir, Philip Doyle og Risto Laur standa fyrir Billie Holiday Tribute tónleikum.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri heldur áfram sýningum á söngleiknum Útfjör en sýningar fara fram í Samkomuhúsinu.

Söngleikurinn Gallsteinar afa Gissa er að sjálfsögðu í fullu fjöri. Tvær sýningar eru á sunnudaginn og enn er hægt að kaupa miða á www.mak.is en þar er einnig hægt að skoða ítarlegri dagskrá vikunnar.