Gallsteina- og páskaeggjaleit á Glerártorgi

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Leikfélag Akureyrar og verslunarsmiðstöðin Glerártorg standa fyrir gallsteina- og páskaeggjaleit á Glerártorgi á laugardaginn.

Afi Gissi úr söngleiknum Gallsteinar afa Gissa týndi gallsteinunum sínum á Glerártorgi! Komdu og leitaðu að steinunum. Allir sem finna gallstein fá miða á sýninguna. Persónur úr leikritinu verða á staðnum og boðnar og búnar í myndatökur með áhugasömum krökkum.

Afi Gissi mun einnig tilkynna sigurvegara í ljósmyndaleiknum. Allir sem hafa tekið mynd af sér sem Afi Gissi eða Bogga blákolla og deilt myndinni á samfélagsmiðlum undir merkjunum #gallsteinarafagissa #leikfelagakureyrar #glerártorg eru komnir í pottinn. Afi Gissi velur tvo vinningshafa sem geta boðið allri fjölskyldunni í leikhús!

Ekki missa af frábærri skemmtun á Glerártorgi laugardaginn 6. apríl klukkan 14. Allir velkomnir að vera með!