Fara í efni

Fyrsti samlestur í dag

Marta Nordal, Jóhann Axel, Vilhjálmur B. Bragason, Jenný Lára, Margrét Sverrisdóttir, Agnes Wild, Bi…
Marta Nordal, Jóhann Axel, Vilhjálmur B. Bragason, Jenný Lára, Margrét Sverrisdóttir, Agnes Wild, Birna Pétursdóttir, Auður Ösp, Hjalti Rúnar Jónsson, Sesselía Ólafsdóttir og Katrín Mist Haraldsdóttir.

Fyrsti samlestur af barnaverki ársins fór fram í dag en leikritið verður frumsýnt 28. september. Verkið heitir Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist og er nýtt íslenskt barnaleikrit úr smiðju Umskiptinga, í leikstjórn Agnesar Wild og stútfullt af skemmtilegri tónlist eftir norðlenska dúóið Vandræðaskáld.

Verkefnið hlaut styrk Leiklistarráðs og listamannalaun og er um samstarf Menningarfélags Akureyrar og Umskiptinga að ræða. Leikarar eru Hjalti Rúnar Jónsson, Jenný Lára Arnórsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Margrét Sverrisdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason. Um sviðshreyfingar sér Katrín Mist Haraldsdóttir, ljósahönnun er í höndum Lárusar Heiðars Jónssonar en um leikmynd og búninga sér Auður Ösp Guðmundsdóttir.

Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist er æsispennandi fjölskyldusýning sem sýnir kunnuglegar og áður óþekktar þjóðsagnapersónur á nýstrárlegan og skemmtilegan hátt.

Til baka