Fara í efni

Fullorðin í Þjóðleikhúsið

Það þekkja allir eina Sveinbjörgu.
Það þekkja allir eina Sveinbjörgu.

Grínsýningin Fullorðin, sem hefur slegið rækilega í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar, fer á svið Þjóðleikhússins á næsta ári.  Fullorðin er sprenghlægilegur gamanleikur um það skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það.

Leikarar eru Vilhjálmur B Bragason, Birna Pétursdóttir og Árni Beinteinn en leikstjórar Marta Nordal og Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir. 

Sýningar eru hafnar að nýju í Hofi. Ekki missa af þessari vinsælu sýningu áður en hún fer suður yfir heiðar. Miðasala er í fullum gangi á mak.is. Sýningar hjá Þjóðleikhúsinu hefjast í mars 2022.

Næstu sýningar í Hofi eru:

27 .ágúst kl. 21

09 .september kl. 20

10 .september kl. 21

 

 

Til baka