Frumsýning um helgina

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Nýi fjölskyldusöngleikurinn Gallsteinar afa Gissa verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á morgun, laugardag, Söngleikurinn er eftir Karl Ágúst Úlfsson, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Söngleikurinn er byggður á bók Kristínar Helgu sem er án efa einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins og meðal annars skapari grallarans Fíusólar.

Leikarar er Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir og Margrét Sverrisdóttir. Með hlutverk barnanna fara Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson.

Leikskrá sýningarinnar verður einungis fáanleg á rafrænu formi og verður tilbúin á vefnum á frumsýningardegi. 

Tryggðu þér og þínum miða á þennan skemmtilega söngleik  hér.