Fara í efni

Frumsýning í kvöld

Heimildaverkið Skjaldmeyjar hafsins verður frumsýnt í Samkomuhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld. Verkið er nýtt leikverk úr smiðju þeirra sem sýndu heimildaleikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga, sem var ein vinsælasta gestasýning LA haustið 2016. Þá var umfjöllunarefnið ástin en í þetta sinn eru það ónefndar hetjur hafsins, eiginkonur sjómanna, sem eru umfjöllunarefnið.

Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Artik og Leikfélags Akureyrar. Leikskrá sýningarinnar er einungis á rafrænu formi og er hér. Hægt er að skoða leikskrána í símum og á sérstökum skjám í Samkomuhúsinu.

Til baka