Fara í efni

Frumsýning á morgun!

Chicago er einn þekktasti söngleikur allra tíma.
Chicago er einn þekktasti söngleikur allra tíma.

Söngleikurinn Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á morgun, föstudaginn 27. janúar!

Chicago er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Chicago var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi. Hafa ófáar kvikmyndastjörnur tekið að sér aðalhlutverkin m.a. Pamela Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Samnefnd kvikmynd frá árinu 2002 með Catherina Zeta Jones, Rene Zellweger og Richard Gere í aðalhlutverkum sló einnig í gegn og vann til fjölda óskarsverðlauna m.a sem besta kvikmyndin.

Í Samkomuhúsinu eru það stórstjörnurnar Jóhanna Guðrún og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir sem leika glæpakvendin Velmu og Roxý sem svífast einskis til að slá í gegn.

Uppsetningin er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en tíu manna hljómsveit er á sviðinu allan tímann. 

Tryggðu  þér miða strax á mak.is

Til baka