Fara í efni

Friðrik Ómar með fimmu um helgina

Það verður sannkölluð hátíð í Hofi um helgina þegar jólatónleikarnir Heima um jólin með Friðrik Ómar í fararbroddi taka á móti prúðbúnum gestum í Hamraborg. Hvorki færri né fleiri en fimm tónleikar eru á dagskránni, þrennir á laugardeginum og tvennir á sunnudeginum. Friðrik Ómar fær til sín frábæra söngvara og vini sem eiga eflaust eftir að framkalla hverja gæsahúðina á fætur annarri og kitla hláturtaugarnar. Ekkert hlé verður á viðburðinum og ekki gleyma hraðprófinu! Hér að neðan finnurðu allar upplýsingar um sóttvarnarreglur. 

Að sama skapi verður  mikið líf og fjör í Samkomuhúsinu þar sem nemendasýning Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar fer fram um helgina. Skráning á næstu önn verður auglýst fljótlega.

 

Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum skilyrðum: Allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, verða að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf sem ekki má vera eldra en 48 klst. eða PCR prófi. Vottorð um nýlega COVID-19 sýkingu eru einnig tekin gild (eldra en 14 daga en yngra en 180 daga).
Nauðsynlegt er að bóka tíma í hraðpróf. Prófin þarf að taka á viðurkenndum stöðum. Heimapróf eru ekki tekin gild. Hraðprófin eru frí.
 
Bóka hraðpróf

Strandgata 31
Opnunartími fyrir hraðpróf alla daga frá kl: 11:15 til 12:30 nema föstudaga og laugardaga til kl. 14.00.

Hvannavellir 10 (gamla Hjálpræðishershúsið)
Frá og með fimmtudeginum 18. nóvember færast hraðprófin sem fóru fram við Borgir að Hvannavöllum 10 (gamla Hjálpræðishershúsið). Opnunartími er:

Mánudaga til miðvikudaga 8:15 – 15:45
Fimmtudaga 8 - 18
Föstudaga 8 – 20
Laugardaga 10 – 16
Sunnudaga 10 – 14
Ath að laugardaginn 11. desember er opið til 17:15.

Til baka