Fara í efni

Forsölutilboð rennur út í dag

Í dag er síðasti séns að kaupa miða á Skugga Svein á forsölutilboði. Þau sem kaupa miða í dag fá 25% afslátt og miðann á 4425 kr í stað 5900 kr.

Skugga Sveinn verður frumsýndur í janúar 2022. Miðar á leikritið eru því tilvalin jólagjöf! Þú færð falleg gjafabréf í miðasölunni í Hofi.

Leikfélag Akureyrar setur upp Skugga Svein í nýrri og ferskri útgáfu; bráðskemmtilegt verk um einn þekktasta útlaga Íslands og baráttu hans við laganna verði.

Skugga Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var eitt þekktasta og vinsælasta leikverk á Íslandi um áratuga skeið og litríkar persónur þess, Grasa Gudda, Gvendur smali og Ketill skrækur hafa lifað með þjóðinni og tekið sér bólfestu í hjarta hennar.

 

Til baka