Fornbílar við Hof vekja forvitni

Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hélt í gærkvöld, miðvikudagskvöld, fyrsta fornbílahitting sumarsins við Menningarhúsið Hof. Er ætlunin að vera við Hof frá kl. 20 öll miðvikudagskvöld í sumar, ef veður leyfir, og leyfa fólki að virða fyrir sér glæsibílana að utan sem innan. Uppákoman vakti mikla forvitni gesta og gangandi.

Fornbílahittingurinn er samstarfsverkefni Bílaklúbbs Akureyrar, MAk og Akureyrarstofu. Jafnframt verður viðburðurinn hluti af Listasumri og þá fjölgar óvæntum uppákomum við Hof á miðvikudagskvöldum.