Fara í efni

Fimmtu jólatónleikar Friðriks Ómars komnir í sölu

Stórstjarnan Friðrik Ómar hefur bætt við  fimmtu tónleikunum af Heima um jólin. Fernir tónleikar fóru í sölu fyrir helgi sem seldust fljótt upp. Nú hefur fimmtu tónleikunum verið bætt við, laugardaginn 11. desember kl. 16. Áhugsömum er bent á að hafa hraðar hendur enda hafa jólatónleikarnir fest sig rækilega í sessi og eru feyki vinsælir.

Sem fyrr verður boðið upp á vel útfærða blöndu af tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Friðrik Ómar fær til sín frábæra söngvara og vini sem eiga eflaust eftir að framkalla hverja gæsahúðina á fætur annarri og kitla hláturtaugarnar.

 

Til baka