Fara í efni

Fegurð og gáski

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika í Hömrum í Hofi á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl 17. Þau leika verk frá barokktímanum til dagsins í dag, m.a. eftir Chaminade, Chopin, Paganini og John Williams. Verkið Samtvinna eftir John Speight verður flutt en það er samið sérstaklega fyrir þau og var frumflutt í júlí síðast liðnum.

Þau Laufey og Páll hafa starfað saman frá árinu 1986 og haldið tónleika víðs vegar um Ísland sem og erlendis. Einnig hafa þau gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og geisladiskurinn Ítölsk tónlist með leik þeirra kom út árið 1996.

Það er Tónlistarfélag Akureyrar sem stendur fyrir þessum tónleikum í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Félag íslenskra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru styrktir af Rannís og Akureyrarstofu. Miðaverð er 2500 krónur og 20% afsláttur fyrir félagsmenn Tónlistarfélagsins. Miðasala á mak.is og í miðasölu Hofs.

Til baka