Fara í efni

Eyrnakonfekt í Hofi

Á sunnudaginn verða flutt samsöngsverk eftir Þórunni Guðmundsdóttur á tónleikunum Eyrnakonfekt í Hofi. Þórunn hefur getið sér gott orð fyrir bæði leikrit og óperur. Orðaleikir og glettni eru í fyrirrúmi á tónleikunum auk þess sem tónlistin er á léttum nótum en heillandi og falleg. Hópurinn hefur komið fram víða og verið afskaplega vel af þeim látið og oft af hlátri grátið.

Flytjendur:

Björk Níelsdóttir sópran

Erla Dóra Vogler mezzzó-sópran

Eyjólfur Eyjólfsson tenór

Hafsteinn Þórólfsson baritón

Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó

Tónlistarfélagið nýtur stuðnings Menningarfélags Akureyrar, Menningarsjóðs Akureyrar og Tónlistarsjóðs.

 Miðasala er hér.

Til baka