Fara í efni

Eva Signý hannar leikmyndina í Chicago

Leikmyndahönnuðurinn Eva Signý Berger mun starfa að uppsetningu Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar 2023.

Eva Signý, sem er frá Akureyri, segist spennt að koma norður. „Það er alveg sérstök tilfinning að koma á æskuslóðir og fá að vinna í húsinu þar sem ég heillaðist fyrst af leikhúsinu sem barn og vann svo í mínum fyrstu verkefnum sem unglingur,“ segir Eva Signý sem segir Chicago frábæran söngleik.

„Og það er ótrúlega spennandi að fá að hanna leikmyndina inn í fallega Samkomuhúsið sem smellpassar við tímabil og anda verksins.“

Með aðal hlutverkin í söngleiknum fara Jóhanna Guðrún og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Leikstjóri er Marta Nordal. Miðasala er í fullum gangi en forsölutilboð gildir til 15. október á mak.is.

Uppfærslan er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Til baka