Fara í efni

Ertu með hugmynd að viðburði fyrir Listasumar? Fimm verkefnastyrkir í boði

Menningarhúsið Hof tekur þátt í Listasumri 2022.

Hátíðin verður sett 11. júní og lýkur 23. júlí, hún nær því yfir lengra tímabil en síðustu tvö ár.

Ert þú með áhugaverða hugmynd að viðburðum fyrir hátíðina? Í boði eru fimm verkefnastyrkir og einn þeirra er til að halda viðburð í Hofi laugardaginn 2. júlí. Allar nánari upplýsingar um styrkina sérðu á heimasíðu Listasumars. Umsóknareyðublöð er að finna undir umsóknir á þjónustugátt Akureyrarbæjar HÉR.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar!

Samstarfsaðilar styrktarsjóðs Listasumars eru auk Menningarhússins Hofs, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Gilfélagið, Rósenborg og Geimstofan.

Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu í netfangið listasumar@akureyri.is

Til baka