Fara í efni

Ertu búin/n að kjósa?

Áhorfendum býðst að hafa áhrif á val næsta fjölskylduverks sem Leikfélag Akureyrar setur upp á komandi leikári. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur valið þrjú verk, Benedikt Búálf, Fíusól og Móglí, sem áhorfendur geta valið á milli. Veldu það fjölskylduverk sem þú vilt sjá lifna við á sviði Samkomuhússins. Aðeins er hægt að kjósa einu sinni. Kosningin stendur til loka apríl og verður sigurverkið frumsýnt í febrúar 2021.  

Til baka