Fara í efni

Ertu að semja tónlist? Upptakturinn slær taktinn á ný

Upptakturinn á Akureyri slær taktinn á ný. Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna.

„Við erum ótrúlega spennt að auglýsa nú eftir umsóknum í þriðja sinn og ég vonast eftir enn fleiri umsóknum en í fyrra, frá skapandi ungmennum af öllu Norðurlandi eystra,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Hofs og verkefnastjóri Upptaktsins.

Til mikils er að vinna fyrir höfunda þeirra tíu tónlistarhugmynda sem komast áfram og er hápunkturinn klárlega tónleikarnir í Hofi þann 24. apríl þar sem atvinnuhljóðfæraleikarar leika verk krakkanna. Tónlistarstjóri Upptaktsins er engin önnur en sjálf Greta Salóme.

Upptakturinn er fyrir börn og ungmenni í 5.-10. bekk. Skilafrestur hugmynda er til og með 2. mars 2022. Kristín Sóley veitir allar nánari upplýsingar í gegnum upptakturinn@mak.is.

Til baka