Fara í efni

Erilsöm en spennandi vika

Ljósmyndari : Auðunn Níelsson
Ljósmyndari : Auðunn Níelsson

Framundan er erilsöm en spennandi vika hjá Menningarfélagi Akureyrar. Nú er vorönn Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar að hefjast en kennslan fer fram í Hofi að þessu sinni. Önninni lýkur með sýningu fyrir aðstandendur þann 13. apríl.

Á miðvikudaginn kemur málþingið Unga fólkið okkar í hús í Hofi. Á auglýsingu viðburðarins eru ungmenni, foreldrar, fagfólk og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.

Á fimmtudagskvöldið munu framtíðar söngstjörnur skína í keppninni Sturtuhausinn 2019. Kynnar verða leikararnir Benedikt Gröndal og Jóhann Axel en sigurvegari kvöldsins mun keppa fyrir hönd Verkmennaskólans á Akureyri í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Söngleikurinn Kabarett verður sýndur í Samkomuhúsinu bæði föstudags- og laugardagskvöld en nú fer sýningum fækkandi og því um að gera að hafa snör handtök og tryggja sér miða áður en það verður of seint.

Á laugardagskvöldinu mun svo heimsþekkti grínistinn Jimmy Carr stíga á svið í Hofi. Á þessari sýningu hefur hann safnað saman bestu bröndurunum frá öllum ferlinum og blandað þeim saman við nýtt efni. Þegar þetta er skrifað eru ennþá nokkrir miðar lausir á uppistand Carr en miðasala er á www.mak.is.

Til baka