Fara í efni

Átta skólar komust áfram í Fiðringi – úrslitakvöldið verður í Hofi á þriðjudaginn

Nú eru undankeppnirnar í Fiðringi búnar og ljóst hvaða skólar keppa á úrslitakvöldinu!

Skólarnir átta sem komust í úrslit Fiðrings 2023 eru Grunnskóli Fjallabyggðar, Þelamerkurskóli, Síðuskóli, Glerárskóli, Oddeyrarskóli, Giljaskóli, Brekkuskóli og Borgarhólsskóli.

Nú fá þau að flyta atriðin sín á stóru og fullkomlega búnu sviði. Unglingarnir hafa alla vorönnina samið, æft og útfært eigin atriði með aðstoð leiðbeinenda sinna. Þau eru að velta fyrir sér stórum spurningum eins og sjálfsmynd, einelti, hlýnun jarðar, kynvitund og mörgu fleira og tekst á undraverðan hátt á útfæra fyrir sviðið með leik, dansi og söng. Unglingarnir sjá um allt sjálf, leikmynd, búninga, förðun, og hljóð- og ljósahönnun. Komið og sjáið listamenn framtíðarinnar brillera.

Miðasala á mak.is!

Til baka