Fara í efni

Draugurinn Reyri fer á stjá á Hrekkjavöku

Fjölskyldutónleikarnir fara fram sunnudaginn 6. nóvember í Hofi.
Fjölskyldutónleikarnir fara fram sunnudaginn 6. nóvember í Hofi.

Á Hrekkjavöku fer draugurinn Reyri á stjá. Hann fer með áhorfendum á vit löngu látinna tónskálda og fær að heyra tónlist þeirra og sögur. Hann ásamt hrekkjóttu norninni Kírikí, Næturdrottningunni, Blásarakvintettinum Norð-Austan, píanóleikara, Barnakór Akureyrarkirkju og dönsurum úr Dansskóla Alice leiða þetta tónlistarleikhús sem er í senn ógnvekjandi en einnig ótrúlega fyndið og skemmtilegt.

Fjölskyldutónleikarnir Sögur af draugnum Reyra fara fram í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 6. nóvember. Margrét Sverrisdóttir leikur drauginn Reyra. Leikstjórn er í höndum Völu Fannell en tónlistin er eftir Mozart, Gounod, Daníel Þorsteinsson og fleiri. 

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs, Töfrahurðar, List fyrir alla, Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Barnamenningarsjóðs, Tónlistarstjóðs og Tónskáldasjóðs RÚV og STEFs. 

Miðasala á mak.is 

Til baka