Fara í efni

Leikstjóraspjall með Mörtu á morgun

Stjórn Leikfélags Akureyrar minnir á leikstjóraspjall með Mörtu Nordal næstkomandi laugardag, 23. apríl, kl. 18:00 í Samkomuhúsinu.

Allir velkomnir, félagar og gestir. Skráning á viðburðinn fer fram með tölvupósti í leikfelag@mak.is

Enn eru til miðar á sýninguna á Skugga Sveini kl. 20:00 þennan dag og má nálgast miða hér. Til gamans má geta að þetta kvöld mun Marta bregða sér á svið og leysa af í hlutverki Ögmundar í sýningunni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Stjórn Leikfélags Akureyrar

Til baka