Fara í efni

Uppselt á Pálma og Benedikt búálf

Það verður líf og fjör í Hofi um helgina þegar tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson fagnar sjötugs afmælinu sínu með stórtónleikum í Hamraborg. Tónleikarnir fara fram annað kvöld, laugardagskvöldið. Þá mun Pálmi, ásamt góðum gestum, taka sín bestu og vinsælustu lög. Löngu uppselt er á tónleikana. Tónleikar Pálma Gunnarssonar hefjast klukkan 20:30!
Einnig er uppselt alla helgina á fjölskyldusöngleikinn Benedikt búálf sem sýndur er í Samkomuhúsinu. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þennan geysivinsæla söngleik! 
 
 

 

 

Til baka