Fara í efni

Engin hraðpróf á Jónasi Sig

Nýjar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum tóku gildi í dag. Nú mega 500 manns koma saman í Hamraborg og EKKI er gerð krafa um neikvætt hraðpróf. Grímuskylda er á meðan viðburði stendur og þar sem ekki er hægt að halda 1 meters fjarlægð.

Þetta eru góðar fréttir fyrir gesti komandi viðburða en núna á laugardagskvöldið munu Jónas Sig og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ríða á vaðið með stórtónleikum í Hamraborg. Löngu er orðið uppselt á tónleikana.

Gestir eru hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir í hvívetna og gæta að fjarlægðarmörkum í almenningsrými.

  • 500 manns mega koma saman á viðburði í húsinu
  • Það þarf ekki að fara í hraðsýnatöku
  • Grímuskylda er á viðburðum
  • Gestir eru hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir í hvívetna
  • Gestir eru hvattir til að gæta að fjarlægðarmörkum í almenningsrými

Nýja reglugerðin gildir til 6. október.

 

 

 

Til baka