Fara í efni

Einstök matarupplifun í Hofi

Fimmtudagskvöldið 8. júlí mun Fimbul Cafe aftur bjóða upp á matarupplifun í Menningarhúsinu Hofi. 

Innsæi samanstendur af átta ólíkum réttum sem allir eiga það sameiginlegt að fanga matarhefðir Eyjafjarðar á einstakan hátt. Hægt er að panta vínpörun með matnum þar sem sérfræðingar Fimbul sérvelja hágæða vín sem passa einstaklega vel með hverjum rétti fyrir sig. Um er að ræða mismunandi tegundir af náttúruvínum.

Fimbul er staðsettur hjá Lamb-Inn í Eyjafirði og er innblásinn af gömlum hefðum og villtri náttúru Íslands. Kokkurinn Matt og þjónninn Aurora koma frá Portland í Oregon í Bandaríkjunum en þau urðu ástfangin af Íslandi og sögu og matarhefðum landsins. Matt lærði á Dill í Reykjavík og nokkrum af bestu veitingstöðum í Portland og Aurora hefur starfað í 15 ár sem barþjónn út um allan heim.

Fimbul er fyrsti veitingastaðurinn til að bjóða upp á „pop up“ matarupplifun í Hofi. Síðast komust færri að en vildu!

Takmarkað miðaframboð. Tryggðu þér  sæti strax!

Til baka