Fara í efni

Bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar í september

Hinir vinsælu tónleikar Rigg viðburða, Öll bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar, hafa fengið nýja dagsetningu. Tónleikarnir, sem hafa hlotið einróma lof undanfarin ár, verða settir upp í Hofi laugardaginn 19. september. Miðaeigendur sem áttu miða á fyrri tónleikana, sem frestuðust vegna samkomubanns, halda sínum sætum. Enn eru nokkrir miðar eftir. Enginn annar en Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar píanóleikara auk þess sem Katrín Halldóra syngur perlur Ellýjar.

Miðasala er hér.

 

Til baka