Fara í efni

Aukasýning á Skjaldmeyjum hafsins

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Heimildaverkið Skjaldmeyjar hafsins hefur slegið í gegn í Samkomuhúsinu svo nú hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu á skírdag, fimmtudaginn 18. apríl.

Skjaldmeyjar hafsins er samstarfsverkefni leikhópsins Artik og Leikfélags Akureyrar. Höfundur og leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir en leikkonur eru Jónína Björt Gunnarsdóttir, Vala Fannell og Katrín Mist Haraldsdóttir. „Við erum í skýjunum með viðtökurnar sem við höfum fengið og fögnum því að geta bætt við sýningu svo fleiri fái notið,“ segir Jenný Lára.

Aukasýningin verður í Samkomuhúsinu kl. 20 og er miðasala hafin á www.mak.is

Til baka