Fara í efni

Draumaleikhúsið setur upp Fullkomið brúðkaup

Draumaleikhúsið frumsýnir gamanleikinn Fullkomið brúðkaup í Hofi föstudagskvöldið 1. mars. Draumaleikhúsið er nýtt leikfélag stofnað af Pétri Guðjónssyni en félagið setti upp barnaverkið Gutta og Selmu í fyrra sem sýnt var á Handverkshátíðinni að Hrafnagili og á Barnamorgni í Hofi.

Fullkomið brúðkaup gerist á hóteli á brúðkaupsdaginn hjá Rakel og Bjarna en eins og gjarnan er í gamanleikjum, fer ýmislegt úrskeiðis.

Leikarar eru Bernharð Arnarson, Freysteinn Sverrisson, Inga María Ellertsdóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Símon Birgir Stefánsson, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir og Sjöfn Snorradóttir. Leikstjórn er í höndum Péturs Guðjónssonar og aðstoðarleikstjóri er Jokka G. Birnudóttir.

Sýningin er í samstarfi við Umboðsstofuna Orum og 1862 Nordic Bistro.

Til baka