Fara í efni

Þungarokkstónleikar fyrir börn og fullorðna

Þungarokkssveitin Röskun frá Akureyri heldur tvenna tónleika í Hamraborg í Hofi á Akureyri laugardaginn 24. febrúar 2018. Annars vegar er um að ræða barnatónleika fyrir 16 ára og yngri kl. 15:00 en þeir eru haldnir í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og á þá er frítt inn.  Hins vegar er um að ræða stærstu tónleika Röskunar til þessa þar sem öllu verður tjaldað til í hljóði og ljósi. Hljómsveitin fær til sín góða gesti frá Reykjavík en LITH tekur nokkur vel valin lög af nýlegri plötu sinni.  

Röskun er þekkt fyrir kraftmikla tóna, metnaðarfullar lagasmíðar, sönglínur og íslenska textagerð. Sveitin gaf út plötuna „Á brúninni“ í byrjun árs 2017 og var plötunni vel tekið af rokkunnendum landsins sem og erlendis. Báðar sveitir er hægt að hlusta á og kynna sér á Spotify, YouTube og öðrum tónlistarveitum.

 

Þetta er kjörið  tækifæri fyrir bæði börn að kynnast þungarokki hér í heimabyggð og auðvitað fullorðna að komast á þungarokkstónleika með hljómsveitunum tveimur, sem spila nú í fyrsta sinn hér í Hofi. 

 

Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins styrkir þessa tónleika.

 

Röskun á Spotify:

https://open.spotify.com/album/7rndRWH3V2f9vIHim9xWJW?si=Rp_QAc2PRP-a4ou4CWR9iA

 

Röskun á YouTube:

https://www.youtube.com/watch?v=I2Tmt-cDKxQ

https://www.youtube.com/watch?v=RjthmoEVGnk

 

Röskun á SoundCloud:

https://soundcloud.com/roskun/sets/a-bruninni

 

LITH á Spotify:

https://open.spotify.com/album/1LegouhrPAZZ60n1YDOqa7?si=EJvuLPL2SLeJ8QgHEP-ewg

 

LITH á YouTube:

https://www.youtube.com/watch?v=8zKhaLnFXk8

 

 

 

Ljósmynd © Helgi Steinar Halldórsson

Til baka