Fara í efni

Opnun sýningar í Amtsbókasafninu

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdasjóri Menningarfélagsins opnaði sýninguna
Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdasjóri Menningarfélagsins opnaði sýninguna

Sýning Amtabókasafnsins í tilefni af 100 ára afmæli Leikfélagsins á Akureyri var opnuð í gær. Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu, sagði stuttlega frá tilurð og framkvæmd sýningarinnar og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins opnaði hana. Búningar, grímur og ljósmyndir skipa veglegan sess á sýningunni.

Okkur þykir vert að vekja athygli á því að ungir gestir sem koma á sýninguna í bókasafninu geta klætt sig í búninga, speglað sig og tekið myndir á örlitlu sviði við skemmtilega hannaða mynd af Samkomuhúsinu. Starfsfólk Menningarfélagsins þakkar Bókasafninu fyrir samvinnuna við gerð sýningarinnar en við höfðum ákaflega gaman af. Við hvetjum gesti og gangandi að fara og skoða en sýningunni lýkur 30. júní.   

Til baka