Fara í efni

Embla, smá klassík og Vorið vaknar

Það verður af nægu að taka hjá Menningarfélagi Akureyrar um helgina. Strax á morgun, fimmtudag, verður þriðja sýning af verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar í Samkomuhúsinu. Sýningin var frumsýnd um síðustu helgi og hefur fengið frábærar viðtökur, gesta og gagnrýnenda. Sýnt verður alla helgina en miðasala er HÉR.

Á laugardaginn er komið að Söngi útdauðra fugla í Hofi en umjazz svítu fyrir kvennakór og jazz kvartet er að ræða. Flytjendur eru Kvennakórinn Embla ásamt Phillip J Doyle, saxofónn, Helga Kvam, píanó, Stefán D Ingólfsson, bassi og Halldór G Hauksson, trommur, stjórnandi er Roar Kvam. Sala miða fer fram HÉR.

Á sunnudaginn fara fram tónleikarnir Það þarf alltaf smá klassík. Norðlensku sópran söngkonurnar Silja Garðarsdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir, syngja þekktar klassískar söngperlur, bæði nýjar og gamlar, við undirleik píanóleikarans Daníels Þorsteinssonar. Þægilegir og fallegir klassískir tónleikar fyrir fólk á öllum aldri. Viðburðurinn hlaut styrk frá liststjóðnum VERÐANDI. Tryggðu þér miða HÉR.

Til baka