Fara í efni

Egill Ólafsson - Heiðraður í Hörpu í janúar!

Eftir gífurlega velheppnaða tónleika í Hofi um síðustu helgi hefur verið ákveðið að fara með viðburðinn Egill Ólafsson - Heiðraður í Eldborg í Hörpu í janúar. 

Guðni Franzson mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Eyþór Ingi og Babies koma fram. Flutt verða lög og tónverk í spariklæðnaði frá glæsilegum ferli Egils Ólafssonar með sérstaka áherslu á Þursaflokksárin.

Sérstakir gestir verða Diddú og Ólafur Egill Ólafsson en heiðursgestur er sjálfur Egill Ólafsson. 

Egill Ólafsson - Heiðraður fer fram í Hörpu 26. janúar 2024.  Miðasala hefst á tix.is á mánudaginn kl. 10. Við mælum með því að fólk hafi snör handtök því uppselt var á tónleikana í Hofi. 

Miði á viðburðinn er tilvalin jólagjöf!

Til baka