Fara í efni

Egill Ólafsson – Heiðraður í Hofi í nóvember

Tónleikarnir Egill Ólafsson – Heiðraður fara fram í Menningarhúsinu Hofi 18. nóvember. Tónleikarnir fara í sölu fimmtudaginn 25. maí! 

Á tónleikunum koma fram Eyþór Ingi & Babies og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Flutt verða lög og tónverk í spariklæðnaði frá glæsilegum ferli Egils Ólafssonar með sérstaka áherslu á Þursaflokksárin. 

Sérstakir gestir verða Diddú og Ólafur Egill Egilsson en heiðursgestur er sjálfur Egill Ólafsson. Hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson.

Til baka