Fara í efni

Egill heiðraður í Hofi annað kvöld - Uppselt!

Tónleikarnir Egill Ólafsson – Heiðraður fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöldið 18. nóvember.

Guðni Franzson mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Eyþór Ingi og Babies koma fram. Flutt verða lög og tónverk í spariklæðnaði frá glæsilegum ferli Egils Ólafssonar með sérstaka áherslu á Þursaflokksárin.

Sérstakir gestir verða Diddú og Ólafur Egill Ólafsson en heiðursgestur er sjálfur Egill Ólafsson.

„Ég er í sjöunda himni yfir þessum tónleikum á vegum Menningarfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem haldnir verða 18.11.23. Ég fyllist nýjum krafti, við að sjá og heyra allt þetta góða fólk leggja svona fallega vinnu í efnisskrána – það er kraftur sem endist mér fram á vorið, ef ekki lengur. Takk fyrir það fallega fólk,“ segir Egill Ólafsson.

Uppselt er á tónleikana. 

Til baka