Fara í efni

Djass, dans og Hershöfðinginn

Hljómsveitina skipa Tumi Torfason, Kristófer Hlífar Gíslason, Arnar Jónsson og Tryggvi Þór Skarphéði…
Hljómsveitina skipa Tumi Torfason, Kristófer Hlífar Gíslason, Arnar Jónsson og Tryggvi Þór Skarphéðinsson en verkefnið er styrkt af Verðandi listasjóði.

Helgin byrjar notalega hjá Menningarfélagi Akureyrar þegar Erla Mist og Fjórir beinir í baki flytja þekkta og minna þekkta djass standarda í bland við frumsamið efni á föstudagskvöldinu. Hljómsveitina skipa Tumi Torfason, Kristófer Hlífar Gíslason, Arnar Jónsson og Tryggvi Þór Skarphéðinsson en verkefnið er styrkt af Verðandi listasjóði. Tónleikarnir fara fram í Hofi og er miðasala í fullum gangi.

Á laugardaginn er komið að ævintýralegri danssýningu Dansstúdíó Alice þar sem flutt verður skemmtileg útgáfa af sögunni af spítustráknum Gosa. Án efa góð skemmtun fyrir gesti og dansara.

Á sunnudaginn eiga kvikmynda- og tónlistarunnendur gott í vændum þegar mynd Buster Keaton, Hershöfðinginn, verður sýnd við lifandi undirleik Svansins. Tónlistin er glæný eftir Davíð Þór Jónsson en viðburðurinn hlaut einnig styrk frá Verðandi.

Til baka