Dagur byggingariðnaðarins í Hofi

Það verður mikil dagskrá í Hofi á laugardaginn næstkomandi, en Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Samtök iðnaðarins standa þá að Degi byggingariðnaðarins. Yfir 20 aðilar verða með sýningarbása í Hofi kl. 11-16, auk þess sem sérstök upplýsingamiðstöð verður sett upp í húsinu. Samtök iðnaðarins bjóða svo til opins fundar í tengslum við daginn kl. 10.30-12.00 þar sem verður m.a. fjallað um helstu áskoranir og tækifæri sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Hér er hægt að skrá sig á hann.

Auk dagskrárinnar í Hofi verða viðburðir tengdir deginum víða á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi. Nánari upplýsingar um daginn má finna hér.