Fara í efni

Chicago vann tvenn verðlaun á Grímunni og hlaut alls 7 tilnefningar!

Björgvin Franz Gíslason leikari var valinn söngvari ársins á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum,  sem haldin var við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaunin hlaut Björgvin fyrir söng í hlutverki sínu sem Billy Flynn í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur var í Samkomuhúsinu í byrjun árs og gekk fyrir fullu húsi fram á vor.  Danshöfundurinn Lee Proud hlaut einnig verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Chicago.

„Við erum stolt og meyr yfir glæsilegri uppskeru á Grímunni. Chicago er okkar langstærsta sýning til þessa og verðlaunin og tilnefningar mikil viðurkenning á okkar starfi. Þessi hvatning og viðtökur áhorfenda sýna að við erum á réttri leið." segir Marta Nordal leikhússtjóri LA og leikstjóri Chicago.  

Söngleikurinn Chicago hlaut alls 7 tilnefningar til Grímunnar:

Sýning ársins: Chicago

Söngvari ársins:  Margrét Eir

Söngvari ársins: Björgvin Frans Gíslason

Dans- og sviðshreyfingar ársins: Lee Proud

Dansari ársins: Katrín Vignisdóttir

Leikari ársins í aðalhlutverki; Björgvin Franz Gíslason

Leikari ársins í aukahlutverki: Arnþór Þórsteinsson

 

Menningarfélag Akureyrar óskar verðlaunahöfum til hamingju,  sem og öllum þeim sem stóðu að sýningunni og þakkar  þeim gjöfult samstarf. Sérstakar þakkir fá svo áhorfendur fyrir frábærar viðtökur.

Til baka