Bugsý Malón mættur í Hof

Hátt í 80 krakkar úr Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri, ásamt leikstjóra og aðstoðarleikstjóra, eru nú mætt í Hof til að leggja lokahönd á söngleikinn Bugsý Malón sem frumsýndur verður 8. febrúar næstkomandi.

Leikstjóri söngleiksins er Gunnar Björn Guðmundsson og aðstoðarleikstjóri Jokka G. Birnudóttir. Um tónlistina sér Haukur Sindri Karlsson. Með hlutverk Bugsý fer Bergvin Þór Bernharðsson.

Menningarfélagið býður Leikfélag Verkmenntaskólans velkomið í Hof!