Fara í efni

Britney, ABBA og Vorvindar glaðir

Helgin er spennandi að vanda hjá Menningarfélagi Akureyrar. Í kvöld, fimmtudagskvöld, mun Tinna Björg Traustadóttir heiðra poppprinsessuna Britney Spears. Viðburðurinn, sem hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI, er haldinn í Hömrum í Hofi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Á morgun, föstudag, verður jazz í Hofi þegar píanóleikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir ásamt fríðu föruneyti spilar á veitingastaðnum 1862. Happy hour er milli 16-18.

Á laugardaginn er svo komið að ABBA! Stefanía Svarars, Selma Björns, Hansa og Regína Ósk flytja öll frábæru ABBA lögin ásamt hljómsveit. Glimmer, gleði og stuð!

Á sunnudaginn mun kvintettinn Norð-Austan 5-6 halda fjörugu tónleikana Vorvindar glaðir. Miðasala er í fullum gangi á mak.is

Til baka