Fara í efni

Bocelli, Beethoven og Abbababb – Allt á fullu hjá SN

Það er í nógu að snúast fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og SinfoniaNord næstu daga og vikur. Laugardaginn 21. maí munu 70 manns frá SN og 60 manna kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu koma fram á sögulegum risatónleikum Andrea Bocelli í Kórnum. Um tíu þúsund aðdáendur ítalska tenórsins munu fylla Kórinn í Kópavogi sem verður í fyrsta skipti í sögunni umbreytt í sitjandi sal.

Strax helgina eftir, sunnudaginn 29. maí er komið að Bjarna Frímanni Bjarnasyni stjórna SN á tónleikum í Hofi þar sem Fimmta sinfónía Beethovens verður flutt, meðal annarra verka.

Og, eins og það sé ekki nóg, mun SinfoniaNord spila inn á nýju kvikmyndina hennar Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Abbababb, en upptökur fara fram núna um helgina.

„Þetta er bara eins og 2019,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélags Akureyrar og bætir við: „Nú er aftur gaman!“

Til baka