Fara í efni

Bjartmar leikur í Chicago

Bjartmar Þórðarson hefur bæst í hóp þeirra sem leika í söngleiknum Chicago. Bjartmar er með fjölbreytta reynslu af sviðslistum, innan sviðs sem utan. Hann útskrifaðist sem leikari frá Webber Douglas Academy í London árið 2004 og sem leikstjóri frá Rose Bruford College árið 2008. Bjartmar hefur stigið á flest svið Reykjavíkur en á enn eftir að feta sína fyrstu skref á fjölunum á Akureyri.

„Ég er þó fæddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og alinn upp á Brekkunni fyrstu árin. Ég er því gríðarlega spenntur að heimsækja gamlar slóðir og sýna heimahögunum hvað í mér býr,“ segir Bjartmar.

Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Með önnur hlutverk fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Margrét Eir, Arnþór Þorsteinsson og Björgvin Franz Gíslason.

Miðasala á Chicago er í fullum gangi og gildir  forsölutilboðið til 15. október.

Til baka