Fara í efni

Birna er besta leikkona ársins í aukahlutverki

Leikkonan Birna Pétursdóttir hlaut í gærkvöldi Grímuverðlaun í flokknum Besta leikkona ársins 2021 í aukahlutverki. Grímuna hlýtur Birna fyrir hlutverk sitt sem Daði dreki í söngleiknum Benedikt búálfur í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói. Menningarfélag Akureyrar óskar Birnu og öllum vinningshöfum innilega til hamingju. 

'

Til baka