Fara í efni

Benedikt búálfur á Spotify

Búálfurinn er mættur á Spotify.
Búálfurinn er mættur á Spotify.

Eitt vinsælasta lag fjölskyldusöngleiksins Benedikts búálfs, Komdu með inn í álfanna heim, er komið á alla helstu tónlistarveitur, þar á meðal Spotify. Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn í Samkomuhúsinu í mars. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur undir nýju uppfærsluna en í þessu lagi eru það þau Árni Beinteinn Árnason, sem leikur Benedikt búálf, og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Dídí mannabarn, sem flytja. Aðrir leikarar í söngleiknum eru Björgvin Franz Gíslason, Vala Guðnadóttir, Kristinn Óli betur þekktur sem Króli, Birna Pétursdóttir og Hjalti Rúnar Jónsson. Leikstjóri er Vala Fannell.

Til baka