Fara í efni

Aukasýning á La Traviata

Þar sem miðar á óperuna La Traviata seldust upp verður aukasýning í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 14. nóvember kl. 16.

La traviata eftir Verdi hætti fyrir fullu húsi í Eldborg vorið 2019 en verður nú aftur sýnd bæði í Hörpu og Hofi. Aðal hlutverkið verður sem fyrr sungið af Herdísi Önnu Jónassdóttur sem fékk frábæra dóma og Grímuverðlaun sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverki Víólettu.

„Ég er gífurlega spennt að demba mér í þetta krefjandi hlutverk á ný en ég elska þessa óperu og þá sérstaklega þessa fallegu uppsetningu hans Oriols og hans teymis,“ segir Herdís Anna sem er ánægð með áhuga Norðlendinga á óperunni og ætla greinilega að fjölmenna í Hof.

„Enda er Norðurlandið í miklu uppáhaldi hjá mér, þó það nú væri, ættuð úr Mývatnssveit. Ég hlakka mikið til að koma norður og fá að flytja þessa fallegu tónlist í Hofi.“

Miðasala er hafin á mak.is

Til baka