Fara í efni

Aukasýningar af Galdragáttinni komnar í sölu

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Galdragáttina. 
Mynd: Daníel Starrason.
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Galdragáttina.
Mynd: Daníel Starrason.

Þar sem fjölskylduleikritið Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist hefur fengið frábærar viðtökur og dóma gagnrýnanda eru tvær aukasýningar komnar í sölu.

Sýningin, sem fékk til að mynda fjórar stjörnur í gagnrýni í Morgunblaðinu, er samstarf atvinnuleikhópsins Umskiptinga og Leikfélags Akureyrar og sýnd í Samkomuhúsinu.

Agnes Wild er leikstjóri verksins. „Það er æðislegt hvað sýningin hefur fengið góðar viðtökur og við erum stolt af því að bæta við aukasýningum og fá ennþá fleiri krakka og fullorðna með okkur í ævintýraferðaleg um Hliðheima,“ segir Agnes.

Aðeins eru fjórar sýningar eftir. Núna um helgina er Galdragáttin sýnd á laugardag og sunnudag og svo fyrstu tvo sunnudagana í nóvember. Ekki verður hægt að bæta við sýningum. 

Til baka