Fara í efni

Auglýst eftir kennurum við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir kennurum við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Leiklistarskóli LA er ætlaður börnum í 2.-10. bekk grunnskóla. Í skólanum læra börnin helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, með gleðina í fyrirrúmi.

 

Um stundakennslu er að ræða og fer kennsla fram eftir skólatíma.

Skólastjóri LLA er María Pálsdóttir leikkona

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og/eða reynsla af leiklistarkennslu barna

Háskólanám í sviðslistum er kostur

Reynsla úr atvinnuleikhúsi er kostur

Hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði, jákvæðni og faglegur metnaður

 

Nánari upplýsingar gefur Marta Nordal í síma 694 9094 eða á marta@mak.is

Umsóknum skal skilað fyrir 21. ágúst á umsoknir@mak.is

 

Til baka