Fara í efni

Atli Örvarsson tilnefndur til Grammy

Norðlenska kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Eurovision Söng Contest: The Story of Fire and Saga. Tilnefninguna, í flokknum Best Compilation Soundrack For Visual Media, hljóta þeir sem koma að tónlistinni í myndinni. Tónlist Atla var hljóðrituð í Menningarhúsinu Hofi og leikin inn af kvikmyndatónlistarhljómsveit Íslands; SinfoniaNord.

Verðlaunin, sem þykja ein þau virtustu í heimi, verða afhent í janúar. Þar mun tónlist Atla meðal annars etja kappi við tónlistina úr teiknimyndinni Frozen 2 og Jojo Rabbit.

Kvikmyndin Eurovision Söng Contest: The Story of Fire and Saga var að mestu tekin upp á Húsavík og hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd í sumar.

Til baka