Fara í efni

Arnþór leikur Amos í Chicago

Leikarinn Arnþór Þórsteinsson leikur Amos, hinn auðtrúa og hrekklausa eiginmann Roxý í söngleiknum Chicago. Arnþór, sem er úr Reykjadalnum, er spenntur að taka þátt í uppsetningunni og feta þar með í fótspor stórleikarans John C. Reilly.

„Ég á margar góðar og skemmtilegar minningar frá því að koma í Samkomuhúsið og upplifa töfra leikhússins. Sem lítill drengur, sitjandi í þessum sal agndofa yfir leik, ljósum, sviði og sögum vaknaði strax sá draumur að standa upp á þessu sviði einn daginn. Nú er ég loksins kominn til að upplifa draum lítils drengs,“ segir Arnþór. 

Aðrir leikarar í Chicago eru Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Margrét Eir og Bjartmar Þórðarson. Leikstjóri er Marta Nordal. Söngleikurinn verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar. Forsölutilboð gildir til 15. október. Tryggðu þér miða strax. 

Til baka