Fara í efni

Árni kennir MA-ingum tækni leikhússins

Árni F. Sigurðsson, tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar, mun kenna áfangann Tækni leikhússins á haustönn sviðslistabrautar Menntaskólans á Akureyri.

Árni segir krakkana afar áhugasama. „Við erum að fara yfir grunnatriðin og læra réttu hugtökin svo þau geti elt uppi einfaldar bilanir og fengið hlutina til að virka. Ég er vissulega að stökkva aðeins í djúpu laugina með því að kenna áfanga sem hefur aldrei verið kenndur áður en ég hef yfirgripsmikla þekkingu á hinum ýmsu tæknimálum eftir að hafa unnið við flest sem viðkemur tæknimálum í leikhúsi og viðburðum,“ segir Árni.

Hann segir áfangann frábæra viðbót við nám sviðslistabrautar. „Þetta er mjög spennandi og opnar vonandi á möguleika á að áfanginn verði í boði fyrir fleiri nemendur utan sviðslistabrautar og verður jafnvel til þess að fleiri skólar taki upp sambærilega áfanga,“ segir Árni að lokum.

Til baka