Ánægð með önnina

Nemendasýningar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar fóru fram í vikunni. Tæplega 90 börn stigu á svið Samkomuhússins og sýndu fjölskyldu og vinum bæði þekkt leikverk sem og frumsamið efni.

Næsta önn hefst 21. janúar og samkvæmt Jenný Láru Arnórsdóttur, skólastjóra LLA, hefst innritun fljótlega. „Ég er mjög ánægð með börnin sem stóðu sig öll með stakri prýði,“ segir Jenný Lára. „Það sýndu allir framfarir og við kennararnir hlökkum til að hitta þau og vonandi enn fleiri nemendur á næsta ári.“